Stjórnmál

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fjóra málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru innflytjendamál, samningar um aðild að Evrópusambandinu, endurskoðun á stjórnarskránni, og rannsókn á tildrögum bankahrunsins.
Flestir treysta nýju flokkunum tveimur (Píratar og Björt framtíð) til að gera upp gamla tíma. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 21,0% að Píratar væru best til þess fallnir að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins og 19,4% töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin. Til samanburðar töldu 15,8% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn og 12,6% töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn.

Flestir töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í innflytjendamálum og endurskoðun á stjórnarskránni en flestir töldu að Samfylkingin væri best til þess fallin að leiða samninga um aðild  að Evrópusambandinu. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 32,0% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða í innflytjendamálum, 24,6% töldu að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess falinn að leiða endurskoðun á stjórnarskránni og 38,8% töldu að Samfylkingin væri best til þess fallin að leiða samninga um aðilda að Evrópusambandinu.

1402 stefnumal 03

Spurt var: Eftirfarandi eru nokkrir málaflokkar sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. Hvaða stjórnmálaflokkur, af eftirfarandi, telur þú að væri best til þess fallinn að leiða hvern málaflokk?
Svarmöguleikar voru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Píratar.
Samtals tóku 62,8% afstöðu til spurningarinnar (að hluta til eða í heild).
** Á myndinni er til samanburðar sýnd mæling á fylgi flokkanna úr sömu könnun.
* 5,9% af fylgi stjórnmálaflokka dreifist á aðra flokka þá sem eiga fulltrúa á þingi.
 

Þróun yfir tíma - innflytjendamál
Hlutfall þeirra sem töldu að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn innflytjendamál hefur dregist nokkuð saman frá desember 2012. Á sama tímabili hefur hlutfall þeirra sem töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin að leiða málaflokkinn aukist nokkuð. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 32,0% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn nú, borið saman við 41,4% í desember 2012. Til samanburðar töldu 14,6% að Björt framtíð væri best til þess fallin að leiða málaflokkinn nú, borið saman við 6,8% í desember 2012.

1402 ytima innflytjenda
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - innflytjendamál
39,8% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í innflytjendamálum.

1402 stj innflytjenda

 

Þróun yfir tíma - samningar um aðild að Evrópusambandinu
Þeim fjölgaði nokkuð sem töldu að Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn væri best til þess fallin að leiða samninga við Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 38,8% að Samfylkingin væri best til þess fallin að leiða mála flokkinn nú, borið saman við 28,9% í desember 2010 og 17,3%  töldu að Framsóknarflokkurinn væri bestur til þess fallinn nú, borið saman við 9,5% í desember 2010.
Þeim sem töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn hefur fækkað frá desember 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 21,4% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 38,8% í desember 2012.

1402 ytima esb a
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka -
samningar um aðild að Evrópusambandinu
Nokkur hluti stuðningsfólks annarra flokka taldi Samfylkinguna besta til þess fallna að leiða samninga um aðild að Evrópusambandinu. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 45,9% þeirra sem studdu Vinstri-græn að Samfylkingin væri best til þess fallin að leiða málaflokkinn, 44,% þeirra sem studdu Bjarta framtíð, 19,7% þeirra sem studdu Pírata, 16,5% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn og 12,5% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn töldu að Samfylkingin væri best til þess fallin að leiða samninga um aðild að Evrópusambandinu.


1402 stj ESB 


Þróun yfir tíma -
endurskoðun á stjórnarskránni
Þeim fækkar sem töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða endurskoðun á stjórnarskránni en þeim fjölgar sem töldu Bjarta framtíð besta til þess fallna. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 24,6% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 39,3% í desember 2012 og 18,6% töldu að Björt framtíð væri best til þess að leiða málaflokkinn nú, borið saman við 9,9% í desember 2010.

1402 ytima stjornarskra

Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - endurskoðun á stjórnarskránni

1402 stj stjornarskra a

 

Þróun yfir tíma - rannsókn á tildrögum bankahrunsins
Hlutfall þeirra sem töldu að Vinstri-græn væru best til þess fallinn að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins hefur lækkað frá því í apríl 2009. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 17,3% að Vinstri-græn væru best til þess fallin að leiða málaflokkinn, borið saman við 45,4% í apríl 2009.
Þeim fækkar sem töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 15,8% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn nú, borið saman við 27,8% í desember 2012.

1402 ytima rannsokn banka

Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - skattamál
Af þeim sem sögðust styðja Samfylkinguna töldu 54,0% að Samfylkingin væri best til þess fallin að leiða rannsókn á tildrögum banhrunsins og 58,7% þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn töldu að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins.

1402 stj rannsokn-bankahrun

 

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 981 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-15. janúar 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2014 janúar [2/3]: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2014 janúar [1/3]: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2012 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2011 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2010 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2009 apríl: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.