kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 15. janúar 2014. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,3%, borið saman við 25,2% í desember 2013. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 17,1%, borið saman við 13,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,0%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 15,9% fylgi, borið saman við 14,9% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú 11,0%, borið saman við 12,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 6,9% fylgi, borið saman við 9,0% fylgi í desember 2013.

Flokkur heimilanna mældist með 1,3% fylgi, Lýðræðisvaktin með 1,2% fylgi, Hægri grænir með 1,0% fylgi, Dögun með 0,8% fylgi, Landsbyggðarflokkurinn með 0,8% fylgi, Regnbogaflokkurinn með 0,3% fylgi og Húmanistaflokkurinn með 0,2% fylgi.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 46,0% en mældist 45,2% í desember 2013.

 

1401 vote 01

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjáflstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 74,3% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (5,1%), myndu skila auðu (3,4%), myndu ekki kjósa (2,6%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (4,6%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil. 

 

Þróun yfir tíma

1401 vote 02

 

Stuðningur við ríkisstjórnina

 

1401 support 01 

Spurt var: Styður þú ríkisstjórnina? (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“ og „Veit ekki/Vil ekki svara“ Samtals tóku 84,1% afstöðu til spurningarinnar. 

 

 Smelltu hér til að sjá þróun mælinga á myndrænan hátt

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 981 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 9. til 15. janúar 2014