Matarvenjur

|

FruitsVegetables logoMMR kannaði á dögunum nokkrar af heilsuvenjum Íslendinga.
Rúmur helmingur sagðist borða hollan morgunverð svo til daglega sem og ávexti og grænmeti. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53,4% borða hollan morgunverð svo til daglega og 51,5% sögðust borða ávexti og/eða grænmeti svo til daglega. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 62,7% taka þátt í uppbyggjandi samveru með öðru fólki nokkrum sinnum í viku eða oftar, 62,3% sögðust vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar og 52,0% sögðust taka þátt í líkamlegum íþróttum nokkrum sinnum í viku eða oftar.

   1311 hollusta 01bSpurt var: „Hversu oft gerir þú eftirfarandi?“
1. "Vakna endurnærð(ur)"
2. "Borða hollan morgunverð"
3. "Borða ávexti og/eða grænmeti"
4. "Tek þátt í líkamlegum íþróttum (t.d að fara í ræktina, út að hlaupa eða í göngutúra)"
5. "Tek þátt í uppbyggjandi samveru með öðru fólki"
Svarmöguleikar voru: Svo til daglega, Nokkrum sinnum í viku, Nokkrum sinnum í mánuði, Nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar, Aldrei, Veit ekki/vil ekki svara.
Alls tóku 96,9% til 99,0% afstöðu til spurninganna.
 


Nokkur munur á heilsuvenjum eftir kyni, aldri og stuðningi við stjórnmálaflokka

Hærra hlutfall kvenna en karla sagðist borða ávexti og/eða grænmeti nokkrum sinnum í viku eða oftar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 90,5% kvenna ávexti og/eða grænmeti nokkrum sinnum í viku eða oftar, borið saman við 73,3% karla.

Hlutfall þeirra sem sögðust vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar var hærra meðal eldri en yngri þátttakenda. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 56,3% vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar, 56,6% á aldrinum 30-49 ára, 70,3% á aldrinum 50-67 ára og 81,2% þeirra sem tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðust vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar.

Þeir sem sögðust styðja Pírata og Bjarta framtíð sögðust síður vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku en þeir sem sögðust styðja aðra stjónmálaflokka.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Pírata sögðust 48,9% vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar og 51,7% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð. Til samanburðar sögðust 68,2% þeirra sem styðja Vinstri-græn vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar og 67,6% af þeim sem sögðust styðja Sjálfsstæðisflokkinn.

Hlutfall þeirra sem sögðust styðja Pírata og taka þátt í líkamlegum íþróttum nokkrum sinnum í viku eða oftar var nokkuð lægra en hlutfall þeirra sem sögðust styðja aðra stjórnmálaflokka og taka þátt í líkamlegum íþróttum nokkrum sinnum í viku eða oftar. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Pírata sögðust 36,6% taka þátt í líkamlegum íþróttum nokkrum sinnum í viku eða oftar, borið saman við 56,5% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð og 56,0% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn.

1311 hollusta 02b

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 963 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 30. október til 1. nóvember 2013