lodirMMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga.
Flestir voru andvígir því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 45,5% vera mjög andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum, 25,8% sögðust vera frekar andvíg, 18,8% sögðust vera hvorki andvíg né fylgjandi, 7,2% sögðust vera fylgjandi og 2,8% sögðust vera mjög fylgjandi því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum.

  1310 trufelog lodir01Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögunum?“
Svarmöguleikar voru: ‚Mjög andvíg(ur)‘, ‚Frekar andvíg(ur)‘ ‚Hvorki né‘, ‚Frekar fylgjandi‘, ‚Mjög fylgjandi‘ og ‚Veit ekki/vil ekki svara‘.
Samtals tóku 94,6% afstöðu til spurningarinnar.

  

Nokkur munur var á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka.
Hlutfall mjög andvígra var hæst á meðal þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn en lægst á meðal þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn sögðust 54,0% vera mjög andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum, borið saman við 33,4% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn.
Hlutfall þeirra sem var fylgjandi var hæst hjá þeim sem sögðust styðja Samfylkinguna, Vinstri-græn og Bjarta framtíð en lægst hjá þeim sem sögðust styðja Sjálfsstæðisflokkinn. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 16,6% þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna vera mjög eða frekar fylgjandi því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum, borið saman við 15,8% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn, 13,8% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð og 5,4% þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn.

 1310 trufelog lodir02Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögunum?“
Svarmöguleikar voru: ‚Mjög andvíg(ur)‘, ‚Frekar andvíg(ur)‘ ‚Hvorki né‘, ‚Frekar fylgjandi‘, ‚Mjög fylgjandi‘ og ‚Veit ekki/vil ekki svara‘.
Þeir sem svöruðu 'Frekar fylgjandi' og 'Mjög fylgjandi' voru sameinaðir í 'Fylgjandi'
Samtals tóku 94,6% afstöðu til spurningarinnar.

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 968 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 26. september til 1. október 2013