computer tablet phone logoÁ tímabilinu 30. ágúst til 3. september 2013 kannaði MMR netvenjur Íslendinga.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir eða 39,3% nota að jafnaði 2 nettengd tæki til að fara á Internetið, þá daga sem þeir færu á Internetið. Næst flestir eða 26,6% sögðust nota 1 tæki til að fara á Internetið, 23,6% sögðust nota 3 tæki og 10,5% sögðust nota 4 eða fleiri tæki til að fara á Internetið.

Frá því í október 2011 hefur þeim fækkað nokkuð sem nota 1 tæki til að fara á Internetið, þá daga sem þeir fara á Internetið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 26,6% nota 1 tæki til að fara á Internetið nú, borið saman við 34,5% í október 2011. Þeim sem sögðust nota 3 tæki sem og þeim sem sögðust nota 4 tæki eða fleiri til að fara á Internetið, þá daga sem þeir fara á Internetið, hefur aftur á móti fjölgað frá því 2011. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,6% nota 3 tæki til að fara á Internetið nú, borið saman við 18,3% í október 2011 og 10,5% sögðust nota 4 tæki eða fleiri til að fara á Internetið nú, borið saman við 7,5% í október 2011.


 1309 cookies 01aSpurt var: „Þá daga sem þú ferð á Internetið, hversu mörg nettengd tæki notar þú þá að jafnaði til að fara á Internetið?"
Svarmöguleikar voru 1 tæki, 2 tæki, 3 tæki, 4 tæki, 5 tæki, 6 tæki eða fleiri, veit ekki og vil ekki svara.
Samtals tóku 99,4% afstöðu til spurningarinnar.
*Í október 2011 voru aðeins spurðir einstaklingar á aldrinum 18-67 ára.

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1025 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 30. ágúst til 3. september 2013