Matarvenjur

|

beermug logoMMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða drykkjategundir væru fyrsta val Íslendinga þegar (og ef) þeir drekka áfengi. Flestir sögðu að bjór væri sitt fyrsta val er þeir drykkju áfengi, þar á eftir kom rauðvín og svo hvítvín. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,3% að bjór væri sitt fyrsta val þegar þau drykkju áfengi, 18,7% sögðu að rauðvín væru sitt fyrsta val, 14,5% sögðu hvítvín, 6,2% sögðu sterkt áfengi, 3,2% sögðu gosblöndur, 0,7% sögðu styrkt vín (ss. sérrí, púrtvín og vermút) og 14,3% sögðust ekki drekka áfengi.

 

 

1306 afengi 01 

Spurt var: „Hver af eftirtöldum drykkjum er þitt fyrsta val þegar (og ef) þú drekkur áfengi?“Svarmöguleikar voru: „Bjór“, „Rauðvín“, „Hvítvín“, „Sterkt áfengi“, „Gosblöndur“, „Styrkt áfengi (ss. sérrí, púrtvín og vermút)“, „drekk ekki áfengi“ og  „Vil ekki svara“.Samtals tóku 98,6% afstöðu til spurningarinnar. 

Fyrsta val áfengra drykkja mismunandi eftir kyni, aldri, heimilistekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.

Fyrsta val á áfengum drykkjum er nokkuð breytilegt milli hópa. Þannig voru karlar mun líklegri til að velja bjór heldur en konur á meðan konur eru mun líklegri til að velja rauðvín og hvítvín heldur en karlar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 59,2% karla að þeirra fyrsta val á áfengum drykk væri bjór, 13,9% sögðu rauðvín og 2,8% sögðu hvítvín. Til samanburðar sögðu 25,6% kvenna að bjór væri þeirra fyrsta val, 23,4% sögðu rauðvín og 26,1% sögðu hvítvín.

Nokkur munur var á fyrsta vali á áfengum drykkjum eftir aldri. Bjór var vinsælastur hjá þeim sem yngstir voru en vinsældir bjórs minnka með auknum aldri. Aftur á móti aukast vinsældir rauðvíns og hvítvíns með auknum aldri.
     Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðu 52,1% að bjór væri sitt fyrsta val þegar þau drykkju áfengi, 13,9% sögðu rauðvín og 2,8% sögðu hvítvín. Í aldurshópnum 30-49 ára sögðu 47,8% að bjór væri sitt fyrsta val, 15,0% sögðu rauðvín og 15,5% sögðu hvítvín. Í aldurshópnum 59-67 ára sögðu 31,4% að bjór væri sitt fyrsta val, 32,2% sögðu rauðvín og 13,5% sögðu hvítvín. Í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðu 28,0% að bjór væri sitt fyrsta val, 22,8% sögðu rauðvín og 20,7% sögðu hvítvín.
     Hlutfall þeirra sem sagðist ekki drekka áfengi hækkaði einnig með auknum aldri. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 9,8% í yngsta aldurshópnum (18-29 ára) að þau drykkju ekki áfengi, 14,1% í aldurshópnum 30-49 ára, 16,7% í aldurshópnum 50-67 ára og 18,7% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Munur reyndist á fyrsta vali fólks á áfengjum drykkjum eftir stuðning við stjórnmálaflokka. Einnig reyndist vera hlutfallslegur munur á fjölda þeirra sem ekki sögðust drekka áfengi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka.

Bjór reyndist vera vinsælli á meðal þeirra sem sögðust styðja Pírata en stuðningsfólks annarra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Pírata sögðu 62,0% bjór vera sitt fyrsta val þegar þau drykkju áfengi, borið saman við 46,0% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn, 39,9% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn, 38,9% þeirra sem studdu Samfylkinguna, 38,2% þeirra sem studdu Vinstri-græn og 46,6% þeirra sem studdu Bjarta framtíð.

Aftur á móti virðast vinsældir rauðvíns og hvítvíns vera nokkuð minni hjá stuðningsfólki Pírata heldur en stuðningsfólki annarra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Pírata sögðu 8,8% að rauðvín væri sitt fyrsta val og 4,6% sögðu hvítvín eða 13,3% samanlagt. Til samanburðar nefndu 27,5% af stuðningsfólki Framsóknarflokksins rauðvín eða hvítvín sem sitt fyrsta val, 35,8% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins, 34,1% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar, 38,3% af stuðningsfólki Vinstri-grænna og 37,1% af stuðningsfólki Bjartrar framtíðar.

 

1306 afengi 02 new

 

 1306 afengi 03 2

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 20 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 984 einstaklingar, 20 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 13. til 19. júní 2013