Byssa miniMMR kannaði hlutfall þeirra er hafa aðgang að skotvopnum á Íslandi sem og áhyggjur af skotvopnaeign Íslendinga. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 20,8% hafa aðgang að skotvopnum og 79,2% sögðust ekki hafa aðgang að skotvopnum,

1301 skotvopn02 01Spurt var: „Hefur þú sjálf(ur) aðgang að skotvopnum?“ Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“ og „veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 99,3% afstöðu til spurningarinnar.

 

Aðgengi að skotvopnum mis mikið eftir kyni, aldri, búsetu og heildartekjum heimilis.

Aðgengi að skotvopnum er nokkuð breytilegt á milli hópa. Þannig hafa hlutfallslega fleiri karlar aðgang að skotvopnum en konur, aðgengi að skotvopnum eykst með auknum aldri, hlutfallslega fleiri þeirra sem búa úti á landi hafa aðgang að skotvopnum en þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og aðgengi að skotvopnum eykst með auknum heimilistekjum.
     Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 28,9% karla hafa aðgang að skotvopnum borið saman við 12,7% kvenna. Hlutfall þeirra sem bjuggu úti á landi og sögðust hafa aðgang að skotvopnum var 25,7%, borið saman við 17,6% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu.
     Hlutfall þeirra sem sögðust hafa aðgang að skotvopnum hækkaði með auknum aldri. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist 23,8% elsta aldurshópsins (50-67 ára) hafa aðgang að skotvopnum, borið saman við 21,4% í aldurshópnum 30-49 ára og 16,6% í yngsta aldurshópnum (18-29 ára).
     Af þeim sem tóku afstöðu og voru í hæsta launaflokk (800 þúsund eða hærra í heildartekjur heimilis á mánuði) sögðust 28,4% hafa aðgang að skotvopnum borið saman við 14,2% þeirra sem voru í lægsta launaflokk (heildartekjur heimilis undir 250 þúsund á mánuði).

 

1301 skotvopn02 02

 

Meirihluti hefur litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi

MMR kannaði einnig hvort fólk hefði áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi. Íslendingar virðast hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign landans en af þeim sem tóku afstöðu sögðust 56,7% hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi, 22,7% höfðu hvorki miklar né litlar áhyggjur og 20,7% höfðu miklar áhyggjur af skotvopnaeign landans.

 

1301 skotvopn01 01Spurt var: „Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af skotvopnaeign á Íslandi?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög litlar, „Frekar litlar“, „Hvorki litlar né miklar“, „Frekar miklar“, „mjög miklar“ og „veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 98,2% afstöðu til spurningarinnar.

 

Áhyggjur af skotvopnaeign mis miklar milli hópa

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hversu miklar áhyggjur fólk hefði af skotvopnaeign á Íslandi eftir aldri, kyni og stuðningi við stjórnmálaflokka. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 66,3% karla hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi en 14,9% sögðust hafa miklar áhyggjur af málefninu. Til samanburðar sögðust 46,8% kvenna hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi og 26,5% sögðust hafa miklar áhyggjur.
     Nokkur munur var á áhyggjum fólks eftir aldri og hækkaði hlutfall þeirra sem höfðu miklar áhyggjur af skotvopnaeign með auknum aldri. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist 29,4% elsta aldurshópsins (50-67 ára) hafa miklar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi, borið saman við 19,1% í aldurshópnum 30-49 ára og 13,9% í yngsta aldurshópnum (18-29 ára).
     Þeir sem að sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn höfðu minnstar áhyggjur af skotvopnaeing á Íslandi en þeir sem sögðust styðja Vinstri græn höfðu mestar áhyggjur af málefninu. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn sögðust 67,6% hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi og 14,8% sögðust hafa miklar áhyggjur. Til samanburðar sögðust 19,3% þeirra sem sögðust styðja Vinstri græn hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi en 28,5% höfðu miklar áhyggjur.
     Þeir sem sögðust hafa aðgang að skotvopnum hafa minni áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi en þeir sem ekki hafa aðgang að skotvopnum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 73,9% þeirra sem kváðust hafa aðgang að skotvopnum hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi en 9,7% hafði miklar áhyggjur. Til samanburðar sögðust 52,2% þeirra sem ekki höfðu aðgang að skotvopnum hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign á Íslandi og 23,6% sögðust hafa miklar áhyggjur.

 

1301 skotvopn01 02

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 827 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 15.-20. janúar 2013

Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1301_tilkynning_skotvopn.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.