Jólahefðir Matarvenjur

|

 skataMMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,5% ætla að borða skötu en meirihlutinn, 59,5% sagðist ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Niðurstöðurnar benda því til þess yfir 84.000 Íslendingar á aldrinum 18-67 ára (sem eru alls ríflega 207 þúsund) ætli að borða skötu á Þorláksmessu. Álykta má að skammtarnir verði þó nokkuð fleiri þar sem að fólk í öðrum aldurshópum borðar að sjálfsögðu einnig skötu.

 

1212 skata 1Spurt var: „Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?“ Svarmöguleikar voru: „Já, „nei“ og „veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 98,8% afstöðu til spurningarinnar. 

 

Nokkur munur milli hópa hvort fólk ætlaði að borða skötu eða ekki

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu eftir kyni og búsetu en þó sérstaklega eftir aldri. Af þeim sem tóku afstöðu ætluðu fleiri karlar en konur að borða skötu á Þorláksmessu eða 46,5% karla borið saman við 34,4% kvenna. Höfuðborgarbúar voru minna hrifnir af skötuáti á Þorláksmessu en þeir sem bjuggu á landsbyggðinni. Þannig sögðust 35,3% þeirra sem tóku afstöðu og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu ætla að borða skötu á Þorláksmessu borið saman við 47,6% þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni. Mesti munurinn var þó milli aldurshópa og hlutfall þeirra sem ætluðu að borða skötu á Þorláksmessu hækkaði með auknum aldri. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist meirihluti elsta aldurshópsins (50-67 ára) eða 56,5% ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu, borið saman við 41,1% í aldurshópnum 30-49% og 23,0% yngsta aldurshópsins.

 

1212 skata 2

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 7.-11. desember 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2011 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu

Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1212_tilkynning_skata.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.