Vedur sol

MMR kannaði ánægju fólks með lífið og tilveruna. Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 91,7% ánægð með nágranna sína, 92,9% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 90,3% sögðust ánægð með vinnuna sína. Breytingarnar, frá fyrri könnunum MMR í ágúst 2010, eru því ekki miklar.
Veðrið í sumar hefur þó vakið meiri lukku en veðrið í fyrra því 96,3% þeirra sem tóku afstöðu núna sögðust vera ánægðir með það borið saman við 62,0% fyrir ári síðan.

1208 anagja 01

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 896einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 3.-6. september 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2011 September: MMR Könnun á ánægju íslendinga

Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1208_tilkynning_anaegja.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.