Jólahefðir

|

MMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist mikill meirihluti eða 90,6% ætla að hafa tré. Breytingin frá fyrri könnun MMR, í desember 2010, þegar 91,2% sögðu að það yrði jólatré á sínu heimili um jólin er því óveruleg. Skipt eftir einstökum svörum sögðust 39,3% ætla að hafa lifandi jólatré á sínu heimili þessi jólin, 51,3% gervitré og 9,4% ætluðu ekki að hafa neitt jólatré.

Þó breytingin sé óveruleg fjölgar þeim þó lítillega sem hafa gervitré, var 49,6% í desember 2010 borið saman við 51,3% nú en að sama skapi fækkar þeim sem hafa lifandi tré var 41,6% en er nú 39,3%. Þeim fjölgar einnig lítilllega milli ára sem ekki hafa neitt tré á sínu heimili þessi jólin því nú sögðust 9,4% að þau hefðu ekkert tré borið saman við 8,8% fyrir ári síðan.

 

1112_jolatre_1

Örlítill munur milli hópa hvort fólk hafi jólatré á sínu heimili þetta árið

Samkvæmt könnuninni var örlítill munur á því hvort fólk hefði jólatré á sínu heimili eftir kyni,aldri en þó sérstaklega eftir tekjum. Af þeim sem tóku afstöðu voru konur í nokkrum meirihluta þeirra sem ætluðu að hafa jólatré á sínu heimili þessi jólin eða 91,9% kvenna borið saman við 89,3% karla. Breytilegt var milli aldurshópa hvort ætlunin væri að hafa jólatré á heimilinu þessi jólin. Þannig sögðust 93,8% aldurshópsins 30-49 ára að það yrði jólatré á heimilinu borið saman við 88,9% fólks á aldrinum 50-67 ára og 87,1% yngsta aldurshópsins (18-29 ára). Eins og að framan greinir var mestur munurinn milli tekjuhópa. Þannig sögðust 96,1% tekjuhæsta hópsins og 94,6% aldurshópsins með heimilistekjur á bilinu 600 – 799 þúsund krónur á mánuði ætla að hafa jólatré borið saman við 84,9% þeirra sem voru með 400 – 599 þúsund í heimilistekjur á mánuði og 85,1% tekjulægsta hópsins.

1112_jolatre_2

 

Niðurstöðurnar í heild:
1112_tilkynning_jolatre.pdf