neiMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 87,3% frekar eða mjög andvíg því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Skipt eftir einstökum svörum sögðust 75,2% mjög andvíg, 12,1% frekar andvíg, 7,6% frekar fylgjandi og 5,1% mjög fylgjandi.

Samkvæmt könnuninni fjölgar þeim sem eru andvígir lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi frá fyrri könnun MMR. Nú voru 87,3% þeirra sem tóku afstöðu andvíg lögleiðingu borið saman við 83,1% í nóvember 2010.

1111_kannabis_1

 

Afstaða til lögleiðingar breytileg eftir hópum

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á afstöðu fólks til þess hvort lögleiða ætti neyslu kannabisefna á Íslandi milli hópa. Af þeim sem tóku afstöðu voru þrisvar sinnum fleiri karlar fylgjandi lögleiðingu neyslu kannabis en konur eða 18,7% karla borið saman við 6,8% kvenna. Þeir sem voru fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabis fjölgaði með lækkandi aldri. Þannig voru 26,1% yngsta aldurshópsins frekar eða mjög fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabis borið saman við 5,8% elsta aldurshópsins. Nokkur munur var á afstöðu eftir tekjum, þannig sögðust 23,4% þeirra sem voru með undir 250 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði, vera frekar eða mjög fylgjandi lögleiðingu borið saman við 9,2% þeirra sem voru með 400–599 þúsund í heimilistekjur á mánuði. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins og Samfylkingar var einnig hlynntara lögleiðingu en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þannig sögðust 13,4% stuðningsfólks Framsóknarflokks annars vegar og 12,7% Samfylkingarfólks hins vegar vera frekar eða mjög fylgjandi lögleiðingu kannabis borið saman við 7,9% Sjálfstæðismanna og 6,0% stuðningsmanna Vinstri grænna.

1111_kannabis_2

 

Niðurstöðurnar í heild:
1111_tilkynning_kannabis.pdf