Jólahefðir

|

gjofMMR kannaði hvort fólk væri byrjað að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 46,1% vera byrjuð að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár. Meirihluti er þó ekki byrjaður að versla jólagjafir eða 53,9%.

1111_Jolagjafir_1

Nokkur munur milli hópa hvort fólk væri byrjað að versla inn jólagjafir þetta árið

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvort fólk væri byrjað að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár eftir aldri, tekjum og sérstaklega eftir kyni. Af þeim sem tóku afstöðu voru konur í nokkrum meirihluta þeirra sem voru byrjuð að versla inn jólagjafir eða 56,8% kvenna borið saman við 35,3% karla. Einnig var nokkur munur milli tekjuhópa þar sem tekjuhæstu heimilin og heimili með tekjur á bilinu 250 – 399 þúsund á mánuði voru helst byrjuð jólagjafainnkaupin. Þannig voru 52,7% tekjuhæsta hópsins og 51,2% hópsins með heimilistekjur á bilinu 250 – 300 þúsund krónur á mánuði byrjuð jólagjafainnkaup þetta árið borið saman við 40,2% þeirra sem voru með undir 250 þúsund krónum í heimilistekjur á mánuði. Breytilegt var milli aldurshópa hvort fólk væri byrjað á jólagjafainnkaupum. Rúmlega helmingur aldurshópsins 30 – 49 ára voru byrjuð jólagjafainnkaup eða 50,9%, borið saman við 44,8% fólks í elsta aldurshópnum (50 – 67 ára) og 39,9% yngsta aldurshópsins (19 – 29 ára). Lítill munur var á því hvort fólk var byrjað að versla jólagjafir eftir stjórnmálaskoðunum.

1111_Jolagjafir_2

 

Niðurstöðurnar í heild:
1111_tilkynning_jolagjafir.pdf