Ferataska_LouisVuittonMMR kannaði hvort fólk hefði hugsað um að flytja úr landi á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 39,9% hafa hugsað um að flytja til útlanda á síðastliðnum mánuðum, 26,5% höfðu hugsað um það vegna efnahagsástandsins og 13,3% vegna annarra ástæðna. Meirihlutinn hafði þó ekki hugsað um að flytja af landi brott eða 60,1%.

1111_FlytjaUt_01

Breytilegt milli hópa hvort fólk hafi hugsað um að flytja til útlanda

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur milli hópa, á því, hvort fólk hefði hugsað um að flytja ti útlanda á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu voru fleiri á höfuðborgarsvæðinu sem höfðu hugsað um að flytja úr landi en á landsbyggðinni eða 41,7% höfuðborgarbúa borið saman við 36,9% þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni. Fleiri karlar en konur höfðu hugsað um að flytja til útlanda eða 46,2% karla borið saman við 33,5% kvenna. Þeim fækkar með hækkandi aldri sem höfðu hugsað um að flytja á síðastliðnum mánuðum. Þannig sögðust 23,3% elsta aldurshópsins hafa hugsað um að flytja til útlanda borið saman við 56,6% yngsta aldurshópsins. Ef litið var til stjórnmálaskoðana þá höfðu fleiri af stuðningsfólki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hugsað um að flytja úr landi en stuðningsfólk Samfylkingar og Vinstri grænna. Þannig sögðust 41,0% Sjálfstæðismanna að þeir hefðu hugsað um að flytja af landi brott á síðastliðnum mánuðum borið saman við 33,4% Framsóknarfólks og 28,2% Samfylkingarfólks. Stuðningsfólk Vinstri grænna hafði síst hugsað um að flytja úr landi eða 24,5%.

1111_FlytjaUt_02

Niðurstöðurnar í heild:

1111_tilkynning_flutningur_erlendis.pdf