MMR kannaði afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Könnunin var endurtekning könnunar MMR frá í júlí 2010. Í könnuninni kom fram að 67,1% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þetta er lítil breyting frá því fyrir ári síðan þegar 70,8% sögðust sömu skoðunar.

 

1107_stjornvold

Þá voru 32,7% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hins vegar kváðust 42,4% þeirra sem tóku afstöðu öndverðrar skoðunar, þ.e. töldu að stjórnarandstaðan myndi ekki stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hvorutveggja reyndist lítil breyting frá í júlí 2010, þegar 29,3% lýstu sig sammála því að landinu yrði betur stjórnað af stjórnarandstöðunni og 45,2% sögðust ósammála því að landinu yrði betur stjórnað af stjórnarandstöðunni.

Einungis 12,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings á meðan 65,1% kváðust því ósammála. Þessi niðurstaða er lítil breyting frá fyrra ári þegar 15,8% lýstu sig sammála því að Alþingi stæði vörð um hagsmuni almennings en 64,1% sögðust því ósammála.

 

Niðurstöðurnar í heild:
1107_tilkynning_agerir_stjrnvalda.pdf