Efnahagsmál Stjórnendur

|

Stjórnendakönnun MMR 2011 endurspeglar afstöðu stjórnenda íslenskra fyrirtækja til efnahagslífsins í heild, rekstrarumhverfis fyrirtækja almennt sem og þeirra eigin rekstur í nútíð og framtíð.

Vonarglæta
Þrátt fyrir að niðurstöðurnar sýni að töluverðrar svartsýni gæti enn meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja til efnahagslífsins má sjá vísbendingar um bjartari framtíð. Þannig sögðust 59% stjórnenda bjartsýnir á þróun sinna fyrirtækja til næstu 12 mánaða og sama hlutfall taldi að fyrirtæki þeirra myndu njóta aukinnar veltu, arðsemi eða eftirspurnar á næstu 12 mánuðum. Heldur færri, eða 27% töldu hins vegar að þeirra fyrirtæki myndu njóta alls þrenns – þ.e. aukinnar veltu, arðsemi og eftirspurnar.

Þetta er nokkuð frábrugðið því sem stjórnendur sjá gagnvart ytri rekstrarskilyrðum eða íslenska hagkerfinu almennt. Þar ber hæst lítil tiltrú stjórnenda á stöðu ríkissjóðs og gjaldeyrismála en þrír af hverjum fjórum stjórnendum sögðust svartsýnir á þróun þeirra til næstu tólf mánuði. Þá voru tveir af hverjum þrem sem lýstu svartsýni á þróun fjármálakerfisins næstu 12 mánuðina.

Stj_konnun_2011_03_andrumsloft

Verkefnin framundan
Því er oft haldið fram að viðskipti snúist öðru fremur um traust. Í því ljósi er áhyggjuefni að nákvæmlega enginn þeirra 630 stjórnenda sem tók þátt í könnuninni sagði að traust í íslensku viðskiptalífi væri mjög gott og einungis 6% sögðu að það væri frekar gott. Svipaða sögu er að segja af tiltrú stjórnenda á siðferði og gegnsæi í íslensku viðskiptalífi, þ.e. mikill meirihluti telur það slæmt. Það er von okkar hjá MMR að niðurstöðurnar sem hér fylgja verði stjórnendum til gagns og gefi mikilvægar vísbendingar um stefnumótun til framtíðar.

Lestu umfjöllun Viðskiptablaðsins um stjórndendakönnun MMR 2001 hér (3,4 mb):

Stj_konnun_2011_03_ForsidaVB