Kosningauppgjör

|

Niðurstöður kannana MMR í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave þann 9. apríl síðastliðinn reyndust mjög nærri úrslitum kosninganna. Þannig voru niðurstöður beggja kannana MMR sem birtust í vikunni fyrir kosningarnar innan vikmarka frá niðurstöðum kosninganna. Kannanir MMR voru jafnframt þær fyrstu sem sýndu fram á meirihlutastuðning við "nei" atkvæði.

1104_Icesave_Uppgjor

Helstu frávik í samanburði síðustu könnunar MMR fyrir kosningarnar og kosningaúrslitanna sjálfra voru þau að fjöldi þeirra sem kusu "nei" var 2,5 prósentustigum meiri en spáð var (en vikmörk könnunarinnar voru +/-3,6%).

Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og kannana MMR:
1104_Icesave_X_uppgjor.pdf

Samanburð niðurstaðna kannana MMR við aðrar kosningar má sjá hér:
Samanburður úr kosningum til borgarstjórnar 2010

 

Lokaniðurstaða Capacent Gallup reyndist að meðaltali 1,7 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna og forspá um fulltrúafjölda gekk eftir.