Jólahefðir

|

GrenigreinMMR kannaði hvort það yrðu jólatré á heimilum landsmanna þessi jólin og hvort væri algengara gervi eða lifandi tré. Mikill meirihluti ætlar að hafa jólatré á sínu heimili um jólin og  sögðu 91,2% að svo yrði. Fleiri hyggjast þó hafa gervitré en lifandi tré, 49,6% sögðust hafa gervitré á sínu heimili um jólin en 41,6% lifandi tré. Tæp 9% eða 8,8% landsmanna ætla ekki að hafa neitt jólatré á heimili sínu í ár.

Til gamans má geta þess að í sambærilegri könnun YouGov í Bretlandi dagana 2. – 3. desember 2010 kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 66% sem ætla að hafa gervitré í ár, 16% ætla að hafa lifandi tré og 19% ætla ekki að hafa neitt tré. Í þeim samanburði virðist því nokkuð áberandi hve mörg íslensk heimili hyggjast vera með lifandi jólatré.

Niðurstöðurnar í heild:
1012_tilkynning_jolatre.pdf