Rúmlega 70% (70,8%) eru frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru þó síður á þeirri skoðun en þeir sem styðja hana ekki því 38,1% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu borið saman við 87,1% þeirra sem styðja hana ekki.

 Einungis 15,8% eru frekar eða mjög sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings meðan 64,1% eru frekar eða mjög ósammála því. Ef litið er til stuðnings við ríkisstjórnina, þá eru  38,7% þeirra sem segjast styðja ríkisstjórnina frekar eða mjög sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings borið saman við 5,7% þeirra sem styðja hana ekki.

 Um  30% eða 29,3% eru frekar eða mjög sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin en 45,2% eru frekar eða mjög ósammála því.

Niðurstöðurnar í heild:
 1007_tilkynning_adgerdir_stjornvalda.pdf