Orðspor

|

1005_TrustAdAfgerandi stór hluti svarenda (82,2%) segist helst treysta á meðmæli fólks sem það þekkir þegar það leitar sér upplýsinga um vörur og þjónustu. Þar á eftir segist fólk helst treysta heimasíðum fyrirtækja (49,3%) og umsögnum neytenda á Internetinu (33,6%). Auglýsingar á Internetinu, ásamt SMS auglýsingum, reyndust aftur á móti sá auglýsingamáti sem fæstir sögðust treysta (um 8% sögðust treysta auglýsingum á Internetinu og einungis 4% sögðust treysta SMS auglýsingum). Þá voru 63,5% sem sögðust beinlínis vantreysta SMS auglýsingum í farsíma.

Auglýsingar í hinum hefðbundnu miðlum, útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum, nutu mikils trausts meðal tæplega 30% svarenda. Lítill munur reyndist hins vegar á fjölda þeirra sem sögðust bera mikið traust til þessara tegunda auglýsinga og þeim sem sögðust bera lítið traust til þeirra (sem rétt um fjórðungur svarenda gerði).

Niðurstöðurnar í heild:

1005_tilkynning_traustAds.pdf