MMR kannaði hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt lögum um bann við nektardansi sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54,1% vera fylgjandi lögunum og 45,9% sögðust andvíg lögunum.


Töluverður munur var á afstöðu svarenda eftir kyni og aldri. Þannig voru 76% kvenna sem sögðust fylgjandi lögunum en eingöngu 33% karla. Þá voru 44% svarenda undir þrítugu fylgjandi lögunum borið saman við 53% hjá aldurshópnum 30-49 ára og 64% meðal 50 ára og eldri. Sé fjöldi karla undir þrítugu skoðaður sérstaklega kemur í ljós að 70% svarenda í þessum hópi sögðust andvígir lögum um bann við nektardansi.

Fréttatilkynningin í heild:
1004_tilkynning_lognekt.pdf