Traust

|

imf- Enn færri treysta bankakerfinu
- Lögreglan nýtur afgerandi trausts

80,9% aðspurðra segjast bera mikið traust til Lögreglunnar, 69,7% segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, 64,2% segjast bera mikið traust til Ríkisútvarpsins og Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 54,0% svarenda.

Sem fyrr skilur mikið á milli ofangreindra fjögurra stofnana og annarra sem spurt var um í traustskönnun MMR dagana 9.-14. september s.l.. Þannig segjast eingöngu 25,3% bera mikið traust til stéttarfélaganna í landinu sem koma næst í röðinni á eftir Háskólanum í Reykjavík.

Bankakerfið situr sem fyrr á botninum hvað traust almennings áhrærir, en tæp 3% segjast bera mikið traust til þess. Fjöldi þeirra sem segist bera lítið traust til bankakerfisins eykst nokkuð milli kannana, fer úr 71,6% í maí 2009 í 80,0% nú.
Athygli vekur að traust til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins minnkar verulega, stendur nú í 5,5% en fór hæst í  17,8% í desember 2008. Að sama skapi hefur fjölgað verulega í hópi þeirra sem segist bera lítið traust til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en 65,3% segjast bera lítið traust til sjóðsins nú samanborið við  38,7% í desember 2008 og 50,0% í maí 2009.
Sjá nánar í meðfylgjandi gröfum sem sýna niðurstöður könnunarinnar annars vegar og samanburð milli mælinga hins vegar.

 

Niðurstöðurnar í heild:
0909_tilkynning_trauststofn.pdf