Traust

|

- Traust til Jóhönnu dalar á heildina litið
- Steingrímur og Jóhanna njóta áfram afgerandi trausts meðal stuðningsmanna eigin flokka.
- Um og yfir helmingur segist bera lítið traust til forsetans, formanns Framsóknarflokksins,
  formanns Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformanns Borgarahreyfingarinnar

steingrimur_sigfussonFlestir, eða 37,7%, sögðust bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem segist bera mikið traust til Steingríms hefur vart mælst meiri en nú (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga). Næst flestir, eða 36,0% sögðust bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

 

Þetta er nokkur breyting frá í febrúar síðast liðnum þegar 58,5% kváðust bera mikið traust til Jóhönnu. Um 40% svarenda segjast bera lítið traust til þeirra Steingríms og Jóhönnu. Um leið hafa orðið þau tímamót í mælingum MMR á trausti til helstu leiðtoga stjórnmálanna, að forsetanum meðtöldum, að fleiri segjast bera lítið traust til þeirra allra en segjast bera mikið traust til þeirra.     Ólafur Ragnar Grímsson nýtur mikils trausts hjá 22,9% svarenda, en tæp 47,7% segjast bera lítið traust til forsetans. 19,4% sögðust bera mikið traust Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og 18,3% sögðust bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Á móti voru yfir 50% sem sögðust bera lítið traust til þeirra Sigmundar og Bjarna. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar var sögð njóta mikils trausts af 7,4% svarenda en 63,0% kváðust bera litið traust til hennar.

     Ef litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka, má t.d. sjá að Steingrímur J. Sigfússon nýtur trausts meðal 93,2% þeirra sem segjast myndu kjósa Vinstri græna væri gengið til kosninga nú, Jóhanna Sigurðardóttir nýtur trausts meðal 82,9% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýtur trausts meðal 67,1% Framsóknarmanna og Bjarni Benediktsson nýtur trausts meðal 60,1% sjálfstæðismanna.

0909_02

 

Niðurstöðurnar í heild:
 0909_tilkynning_trauststjornm.pdf