Traust

|

- Lífeyrissjóðirnir rúnir trausti.
- Fækkar í hópi þeirra sem  þeirra sem segast bera lítið  traust til ríkisstjórnarinnar, Seðlabankan
  og Fjármálaeftirlitsins.

Fækkar í hópi þeirra sem segast bera lítið traust til ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

 

Mikið skilur á milli ofangreindra fjögurra stofnana og annarra sem spurt var um í traustskönnun MMR dagana 7.-14. maí s.l.. Þannig segjast eingöngu 30,9% bera mikið traust til stéttarfélaganna í landinu sem koma næst í röðinni á eftir Háskólanum í Reykjavík. Fjármálaeftirlitið og bankakerfið skrapa sem fyrr botninn hvað traust almennings áhrærir, en tæp 6% segjast bera mikið traust til þeirra. Athygli vekur þó að það fækkar nokkuð í hópi þeirra sem sögðust bera lítið traust til fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins frá því í könnun MMR í desember síðast liðnum. Þá sögðust 80,2% bera lítið traust til Fjármálaeftirlitsins samanborið við 70,1% nú og 80,1% sögðust bera lítið traust til bankakerfisins samanborið við 71,6% nú.

Það fækkar sömuleiðis í hópi þeirra sem bera lítið traust til Ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Þannig sögðust 61,4% bera lítið traust til ríkisstjórnarinnar í desember samanborið við 49,7% nú og 74,1% sögðust bera lítið traust til Seðlabankans í desember samanborið við 49,4% nú - sem er fækkun um heil 25 prósentustig. Að sama skapi fjölgar þeim um rúman helming sem segjast bera mikið traust til Seðlabankans (fer úr 9,8% í desember í 15,5% nú).

Samkvæmt könnuninni hefur traust til Lífeyrissjóðanna dalað mikið. Þannig helmingaðist fjöldi þeirra sem sögðust bera mikið traust til lífeyrisjóðanna milli kannana (fór úr 30,5% í desember í 14,9% nú) á sama tíma og fjöldi þeirra sem sögðust bera lítið traust til lífeyrisjóðanna jókst úr 32,7% í 51,4%.

Sjá nánar í meðfylgjandi gröfum sem sýna niðurstöður könnunarinnar annars vegar og samanburð milli mælinga hins vegar.      

 

 Niðurstöðurnar í heild:
 0905_tilkynning_trauststofn.pdf