- Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts meðal almennings

- Aðrir fjölmiðlar njóta mikils trausts meðal þriðjungs svarenda eða færri

Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (36,4%). Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts meðal svarenda, en 51,7% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins sem eru 17,4 prósentustigum fleiri en segjast bera mikið traust til Fréttablaðsins (34,3%).

    

Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mests trausts, en 54,3% segjast bera mikið traust til Mbl.is, sem eru ríflega tvöfalt fleiri en þeir sem segjast bera mikið traust til Visir.is (24,4%).

 

 0905_01

 Niðurstöðurnar í heild:
 0905_tilkynning_traustfjmidlar.pdf