fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4%, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. Fylgi Samfylkingarinnar jókst um tæp tvö prósentustig og mældist 15,6% en fylgi Pírata lækkaði um tæp tvö prósentustig og mældist nú 12,3%. Fylgi Vinstri grænna jókst um rúmlega þrjú prósentustig og mældist nú 10,9%, fylgi Framsóknarflokksins jókst um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 9,1% og fylgi Miðflokksins jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 8,6%.

|

Enn fækkar þeim sem hyggjast borða hangikjöt á jóladag en vinsældir annars lambakjöts, grænmetisfæðis og nautakjöts halda áfram að aukast. Þetta kemur fram í jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.

Alls kváðust 65% landsmanna ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag en hlutfall þeirra hefur lækkað um 8 prósentustig frá upphafi mælinga. 8% kváðust ætla að gæða sér á hamborgarahrygg, 5% á lambakjöti öðru en hangikjöti, 5% á grænmetisfæði, 4% á nautakjöti, 3% á kalkún og 11% svarenda kváðust munu borða annað en ofantalið.

|

Vinsældir hamborgarhryggsins haldast nær óbreyttar milli ára en tæplega helmingur landsmanna (47%) hyggst gæða sér á hátíðarréttinum hefðbundna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt annað en hangikjöt (11%) situr í öðru sæti mælinga líkt og í fyrra en færri segjast nú ætla að borða rjúpu (6%) heldur en áður. Þá halda vinsældir grænmetisfæðis áfram að aukast, sér í lagi meðal yngstu svarenda. Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.

Þó að vinsældir hamborgarhryggsins hafi dregist saman um 6 prósentustig frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust árið 2010 hefur hlutfall þeirra sem sögðust ætla að leggja hann sér til munns á aðfangadagskvöld haldist nokkuð stöðugt yfir síðustu fimm árin. Vinsældir rjúpunnar hafa einnig dregist saman frá því að mælingar hófust og voru nú 4 prósentustigum færri sem sögðust ætla að fá sér rjúpu samanborið við aðfangadag 2010. Hlutfall þeirra sem sögðust ætla að snæða grænmetisrétt heldur þó jafnt og þétt áfram að aukast og telur nú 5% landsmanna, samanborið við einungis 1% við upphaf mælinga.

|

Allt stefnir í að draga muni úr aðsókn í skötu á morgun en einungis 30% landsmanna segjast ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu þetta árið. Telja má líklegt að hér sé að merkja áhrif Covid-19 á skötuveislur Íslendinga en hlutfall þeirra sem ætlar í skötu lækkar um sjö prósentustig á milli ára. Áður hafði hlutfallið mælst stöðugt í 35-38% á árunum 2014 til 2019. Alls hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla í skötu lækkað um 12 prósentustig frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.

|

Hæg þróun landsmanna frá lifandi jólatrjám yfir í gervitré heldur áfram þetta árið en nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum segjast nú ætla að hafa gervijólatré á sínu heimili þessi jólin. Mögulega hefur Covid-skammdegi ársins áhrif á skreytingarætlanir landans í ár en fleiri hyggjast setja upp jólatré nú heldur en í könnun síðasta árs.

|

Allt bendir til að jólakortasendingum landsmanna muni halda áfram að fækka en 57% segjast ekki ætla að senda nein jólakort í ár. Einungis fimmti hver Íslendingur kveðst ætla að senda hefðbundið jólakort með bréfpósti. Jólakortasendingum landans hefur farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015 en þá kváðust 67% landsmanna ætla að senda jólakort. Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.

|

Kertasníkir hefur misst forystu sína sem vinsælasti jólasveinninn og mældist hann nú jafn Stúfi með um fjórðung tilnefninga. Vinsældir beggja sveinanna minnka þó á milli ára jafnhliða því sem vinsældir Hurðaskellis hafa aukist um heil fjögur prósentustig og mælist hann nú vinsælastur meðal 15% landsmanna. Spurning hvort fjarfundamenningin sem orðið hefur orðið til í Covid ástandinu hafi kennt landsmönnum að sjá lokaðar hurðir í nýju ljósi?

Vinsældir Stúfs hafa reynst sveiflukenndar í gegnum árin en hann hefur reglulega gert atlögu að forskoti Kertasníkis. Þeir sem fylgst hafa með hafa þó tekið eftir að vinsældir Stúfs hafa sveiflast nokkuð eftir því sem hann hefur gert sig gildandi utan jólasenunnar í menningarlífi Íslendinga. Þannig náðu vinsældir Stúfs hámarki árin 2019, eftir að bókin Stúfur hættir að vera jólasveinn var gefin út, og árið 2017 þegar Baggalútur og Friðrik Dór gáfu út jólalag sem skartaði jólasveininum smáa í aðalhlutverki. Þá er áhugavert að próteinsveinarnir tveir, Skyrgámur (7%) og Ketkrókur (6%), málsvarar ketómenningarinar, mælast nú örugglega í fjórða og fimmta sætinu.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,1%, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í fyrri hluta nóvember. Fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um tæp þrjú prósentustig og mældist 13,8%, fylgi Framsóknarflokksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist 7,6% og fylgi Miðflokksins minnkaði einnig um rúmlega tvö prósentustig og mældist 7,0%. Þá jókst fylgi Flokks fólksins um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 6,2%.

|

Landsmenn halda fast í hefðirnar þegar kemur að pylsuáti en nær fjórðungur fær sér helst eina með öllu. Tómatsósa og steiktur laukur eru vinsælasta meðlætið en skiptar skoðanir eru á því hvort remúlaðið eigi að vera undir eða ofan á pylsunni. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. - 28. júlí 2020. Klassíska meðlætið reyndist ofarlega í huga landsmanna en alls kváðust 91% þeirra sem tóku afstöðu vanalega fá sér tómatsósu með pylsu í pylsubrauði, 85% kváðust fá sér steiktan lauk, 74% pylsusinnep, 66% remúlaði og 60% hráan lauk. Öllu færri kváðust helst fá sér meðlæti sem kalla mætti óhefðbundið með pylsunni en 18% kváðust fá sér sætt sinnep / gult sinnep, 7% kartöflusalat og 17% tilgreindu eitthvað annað og öllu óhefðbundnara meðlæti.

|

Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarps að nýrri stjórnarskrá. Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. - 28. október 2020.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,0%, rúmlega þremur prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í október. Fylgi Samfylkingarinnar jókst um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 16,7% og fylgi Pírata jókst um tæpt prósentustig og mældist nú 14,3%. Þá minnkaði fylgi Miðflokksins um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 9,1%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,9%, tæplega fjórum prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í september. Fylgi Samfylkingarinnar jókst um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 15,2% en fylgi Pírata minnkaði um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 13,5%. Þá jókst fylgi Framsóknarflokksins um tæplega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,2%.

|

Fjarðarkaup situr enn sem áður á toppi Meðmælakönnunar MMR en hafnfirska verslunin reyndist, þriðja árið í röð, það íslenska fyrirtæki sem Íslendingar vilja helst mæla með. Nokkrar breytingar urðu á röðun fyrirtækja milli ára og komust Hringdu og Pizzan í fyrsta sinn inn á lista 10 efstu fyrirtækja. Þetta er á meðal niðurstaðna Meðmælakönnunar MMR 2020, nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 127 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja.

|

Um sex af hverjum tíu landsmönnum töldu mikilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili og fjölgaði þeim um átta prósentustig milli ára sem töldu málið mjög mikilvægt. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 10. - 23. september 2020. Alls sögðu 17% telja það mjög lítilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá, 8% frekar lítilvægt, 17% bæði og, 19% frekar mikilvægt og 40% mjög mikilvægt.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,6%, rúmlega einu og hálfu prósentustigi hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í ágúst. Fylgi Pírata jókst um tæpt prósentustig og mældist nú 15,0% en fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um tvö prósentustig og mældist nú 12,8%. Þá jókst fylgi Miðflokksins um tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,8%.

|

Enn sem áður segjast um níu af hverjum tíu einstaklingum nota samfélagsmiðilinn Facebook reglulega og yfir helmingur segist nota YouTube, Snapchat, Spotify og Instagram. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 8. maí. Alls kváðust 90% svarenda nota Facebook reglulega, 64% YouTube, 62% Snapchat, 57% Spotify og 55% Instagram. Athygli vekur að 14% svarenda kváðust nota Tik Tok reglulega en hlutfall reglulegra notenda forritsins reyndist einungis 0,2% í könnun síðasta árs.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,0%, óbreytt frá síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í júlí. Engar marktækar breytingar var að sjá á milli kannana en fylgi Samfylkingarinnar jókst um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 14,9% en fylgi Pírata minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 14,3%. Þá jókst fylgi Viðreisnar um rúmlega eitt og hálft prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,0%.

|

Hlutfall Íslendinga sem segjast jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi jókst á milli ára en aukningin var mest meðal þeirra sem sögðust mjög jákvæð. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. til 28. júlí. Alls kváðust 35% svarenda mjög jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, 37% kváðust frekar jákvæð, 20% hvorki jákvæð né neikvæð, 6% frekar neikvæð og 2% mjög neikvæð.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,0%, nær óbreytt frá síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í júní. Fylgi Pírata jókst um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 15,4% en fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um rúm þrjú prósentustig og mældist nú 13,1%. Þá jókst fylgi Framsóknarflokksins um tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 8,6%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,3%, tæplega tveimur prósentustigum meira en í könnun MMR sem gerð var um miðjan júní og tæpu prósentustigi meira en í könnun maímánaðar. Fylgi Samfylkingar jókst um fjögur prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 16,3% og fylgi Pírata jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 13,2%. Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um þrjú prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 6,1% og fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmlega fjögur prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú 8,0%.

|
Síða 1 af 25
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.