fbpx

Maskína og MMR ætla frá og með 1. janúar nk. að sameina krafta sína undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana.

|

Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur verið valin auglýsingastofa ársins. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári.
Þá var Icelandair valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu á árinu 2019.

Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR, kynnti sigurvegarana á ÍMARK deginum sem haldinn er hátíðlegur í dag. Valið byggir á árlegri könnun MMR meðal ríflega 430 stjórnenda markaðsmála hjá stærstu auglýsendum landsins.
Verðlaunaafhendingin er hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi, og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa sem miðar að því að auka upplýsingagjöf um árangur í markaðsstarfi og vekja athygli á því sem vel er gert.

|

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið valin auglýsingastofa ársins. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári. Þá var Wow air valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu á árinu 2017.

Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR, tilkynnti sigurvegarana á ÍMARK deginum sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Valið byggir á árlegri könnun MMR meðal ríflega 350 stjórnenda markaðsmála hjá stærstu auglýsendum landsins. Verðlaunaafhendingin er hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi, og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa sem miðar að því að auka upplýsingagjöf um árangur í markaðsstarfi og vekja athygli á því sem vel er gert.

|

ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi og SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa hafa samið við MMR um gerð rannsókna fyrir samtökin til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér upplýsingaöflun um markaðs- og auglýsingamál sem samtökin miðla til félagsmanna sinna. Þá mun MMR hafa umsjón með vali á auglýsingastofu ársins og markaðsfyrirtæki ársins sem verðlaunuð verða á ÍMARK deginum ár hvert.

Samningurinn kemur í framhaldi af vel heppnuðu samstarfi samtakanna við MMR á liðnum misserum og er til vitnis um stefnu samtakanna um að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuða að auknum skilningi á mikilvægi þeirra.

MMR er að sjálfsögðu heiður að taka þátt í mikilvægu starfi ÍMARK og SÍA.

 

|