lausnir_auglysingamat_bordi

Hlutverk auglýsinga er að örva neytendur, skapa eftirvæntingu, veita upplýsingar og hvetja til þátttöku. En hvernig vitum við hvernig þessum markmiðum er náð? MMR er brautryðjandi í auglýsingarannsóknum og kynnir með stolti aðferðafræði og tækni sem veitir auglýsendum í fyrsta skipti upplýsingar um hvernig markaðsefni raunverulega nær og stýrir athygli.

Allar tegundir markaðs og kynningarefnis

Auglýsingamat MMR® nær til alls sjónræns auglýsinga- og kynningarefnis (s.s. umbúðahönnunar, markpósts, bæklinga, hilluframsetninga, prent- og sjónvarpsauglýsinga) og hefur það að meginmarkmiði að:
•    markaðsefni nái og viðhaldi athygli
•    hönnun markaðsefnis beini athygli í réttar áttir
•    neytendur skilji markaðsefni eins og til er ætlast
•    hámarka nýtingu plássins sem keypt er undir markaðsefnið (hvort sem það er í framstillingum eða fjölmiðlum)

Við mælum nákvæmlega sjónræn og tilfinningaleg viðbrögð við markaðsefni og metum þannig líkur á að skilaboð komist til skila. Niðurstaðan felur í sér skilmerkilega ráðgjöf um hönnunarúrbætur.

LÁS í stað TTS

Hingað til hafa auglýsingar verið metnar út frá því hve margir hafa tækifæri til að sjá þær (TTS) en nú getum við reiknað nákvæmar líkur fyrir því að auglýsingin raunverulega sjáist (LÁS).

Vönduð aðferðafræði og hátækni
Auglýsingar þurfa að stýra athygli lesendaVið notum háþróaðan tæknibúnað til að mæla hvernig neytendur raunverulega horfa á og meðtaka skilaboð úr auglýsinga- og kynningarefni. Aðferðafræðin sem við notum til að vinna úr upplýsingunum gerir auglýsendum síðan kleift að bæta hönnun og/eða hjálpa þeim að velja milli mismunandi tillagna að hönnun.
Með auglýsingaprófum færðu m.a. svör við eftirfarandi:

  • hvað nær athygli neytenda?
  • hvað er það sem neytendur taka ekki eftir?
  • hvar og hvenær missir þú athygli neytenda?
  • er auglýsingin þín sýnileg yfir höfuð?
  • hvar er best að staðsetja auglýsinguna?
  • eru lykilskilaboðin móttekin?
  • hvaða leiðakerfi tileinka neytendur sér í gegnum auglýsinga- og kynningarefnið þitt?
    -er etv. ekkert skýrt leiðarkerfi í auglýsingunni?

Lykilorð: Auglýsingarannsókn, auglýsingamat, auglýsingapróf.