Birtar kannanir

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 18. til 23. júní 2014.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 25,0% líkt og í síðustu könnun. Fylgi Bjartra framtíðar mældist nú 21,8%, borið saman við 19,2% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,5% borið saman við 16,3% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-græn mældust nú með 11,4% fylgi, borið saman við 11,0% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,5%, borið saman við 10,2% í siðustu könnun og fylgi Pírata mældist nú 8,3%, borið saman við 10,7% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,0% en mældist 36,8% í síðustu mælingu (sem lauk þann 23. maí s.l.) og 35,8% í lok mars s.l. (lauk 11. maí).

 


1406 fylgi 01b

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjáflstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 80,2% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (6,3%), myndu skila auðu (5,5%), myndu ekki kjósa (1,9%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (6,1%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu könnun þar á undan.

 

Þróun yfir tíma

1406 fylgi 02a

 

Stuðningur við ríkisstjórnina

 

1406 support 01a 

Spurt var: Styður þú ríkisstjórnina? (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“ og „Veit ekki/Vil ekki svara“ Samtals tóku 82,7% afstöðu til spurningarinnar. 

 

 Smelltu hér til að sjá þróun mælinga á myndrænan hátt

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 943 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 23. júní 2014

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.

Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.
Veftré: Forsíða Fréttir Birtar kannanir Fylgi flokka og stuðningur við ríkisstjórnina í júní
Markaðs og miðlarannsóknir ehf
Ármúla 32
108 Reykjavík
Sími/Tel: +354 578 5600
Sjá nánar hér.